loading

Starfsemi Kaupfélags Borgfirðinga

Starfsemi Kaupfélags Borgfirðinga

Kaupfélag Borgfirðinga rekur eina verslunardeild, Búrekstrardeild. Þar eru til sölu ýmsar rekstrarvörur fyrir landbúnað og fl. Vöruval og starfsemin er að mestu sniðin af þörfum bænda á félagssvæðinu, þó einnig sé horft til þjónustu við aðra m.a. sumarbústaðaeigendur á félagssvæðinu.

Þá er KB þáttakandi í smásölumarkaði í samstarfi við Kaupfélag Suðurnesja í gegnum Samkaup, en KB á 10,7% hlut í Samkaupum en  KSK er stærsti eigandi með 51% hlut. Þessi samvinnufélög eru meirihluta eigendur Samkaupa.  Því má segja að Samkaup sé stærsta Samvinnuverslun á Íslandi.

Þá á félagið hluti í öðrum fyrirtækjum.  Þar má nefna Borgarland ehf (100%) og Fóðurblönduna hf (2%).
Önnur starfsemi er rekstur og útleiga á fasteignum í Borgarnesi og á Akranesi. 

Ársskýrslur Kaupfélags Borgfirðinga fyrir síðustu árin má nálgast með því að smella á viðkomandi tengla hér að neðan.