Kaupfélag Borgfirðinga - Egilsholti 1, 310 Borgarnes - Sími 430 5500
Skemmtilegt púsluspil með myndum af lögreglunni að störfum.
2 púsluspil í einum kassa, 2 x 12 bita.
Aldur: 3 ára og eldri
Framleiðandi: Ravensburger
Skemmtilegt púsluspil með myndum af ungum dýrum.
2 púsluspil í einum kassa, 2 x 12 bita.
Aldur: 3 ára og eldri
Framleiðandi: Ravensburger
Flott barnapúsl frá Educa með mynd af persónum úr Disney teiknimyndinni Aladdín. Púsluð stærð er 40 x 28 cm.
Flott púslsett frá Educa sem inniheldur tvenn 100 bita púsl með myndum af Avengers ofurhetjum úr smiðju Marvel. Púsluð stærð er 40 x 28 cm.
Flott 200 bita púsl með mynd af persónum úr Pixar myndinni Lightyear, en eins og Pixar aðdáendur vita fjallar myndin um persónuna sem leikfangið Buzz Lightyear (Bósi Ljósár) úr Toy Story myndunum er byggð á. Púsluð stærð er 40 x 28 cm.
Skondið og skemmtilegt 1000 bita púsl með íslensku jólasveinafjölskyldunni.
Jólasveinafjölskyldan er í kaupstaðaferð og hefur ákveðið að spara sér sporin og nota almenningssamgöngur, nærstöddum til mikillar furðu. En á Íslandi vita flestir að það getur verið mikil raun að bíða eftir strætó á veturnar og það er ekkert öðruvísi þó maður búi alla jafna í helli uppi í fjöllum!
Frábært jólapúsl fyrir alla fjölskylduna!
Myndin er teiknuð af listamanninum Brian Pilkington sem er þjóðkunnur fyrir teikningar sínar og snjallar bókaskreytingar. Bækur hans um íslenska þjóðtrú og tröll hafa vakið verðskuldaða athygli og mótað sýn þjóðarinnar á hérlendum kynjaverum.
Sætt 300 bita barnapúsl frá Educa sem sýnir hóp dýra hvaðanæva úr heiminum hafa stillt sér upp saman eins í skólamyndatöku. Púsluð stærð er 40 x 28 cm.
Skemmtilegt jóladagatal frá EuroGraphics. Inniheldur 24 50 bita púsl fyrir hvern dag desember til aðfangadags. Púslin sýna hunda í jólabúningi.
Skemmtilegt jóladagatal frá EuroGraphics. Inniheldur 24 50 bita púsl fyrir hvern dag desember til aðfangadags. Púslin sýna ketti í jólabúningi.
Flott púslsett frá Educa sem inniheldur tvenn 48 bita púsl með myndum af Disney prinsessunum Aríel (Litla hafmeyjan) og Jasmín (Aladdín). Púsluð stærð er 28 x 20 cm.
Flott púslsett frá Educa sem inniheldur tvenn 48 bita púsl með myndum af persónum úr Disney myndinni Encanto. Púsluð stærð er 26 x 18 cm.
Skemmtilegt 500 bita púsl þar sem íslensku jólasveinarnir taka allir að sér vera gluggagæjar, brosmildir og glaðir að vanda. Jólakötturinn gefur ekki mikið fyrir þessi fíflalæti í bræðrunum og er augljóslega önugur og sjálfum sér líkur. Hnyttið og og hátíðlegt púsl sem öll fjölskyldan getur haft gaman af yfir jólahátíðina.
Myndin er teiknuð af listamanninum Brian Pilkington sem er þjóðkunnur fyrir teikningar sínar og snjallar bókaskreytingar. Bækur hans um íslenska þjóðtrú og tröll hafa vakið verðskuldaða athygli og mótað sýn þjóðarinnar á hérlendum kynjaverum.
Púslið er það sjötta í seríunni um íslensku jólasveinanna
Flott 200 bita púsl frá Educa með heimskorti. Púsluð stærð er 40 x 28 cm.
Skondið og skemmtilegt 1000 bita púsl með íslensku jólasveinunum ásamt foreldrum sínum, þeim Grýlu og Leppalúða.
Hefðinni samkvæmt fá allir graut um jólin í Grýluhelli. Verst er bara að matseldin hjá Grýlu er ekki upp á marga fiska…
Frábært jólapúsl fyrir alla fjölskylduna!
Myndin er teiknuð af listamanninum Brian Pilkington sem er þjóðkunnur fyrir teikningar sínar og snjallar bókaskreytingar. Bækur hans um íslenska þjóðtrú og tröll hafa vakið verðskuldaða athygli og mótað sýn þjóðarinnar á hérlendum kynjaverum.
Púslið er það níunda í seríunni um íslensku jólasveinanna
Íslenska þjóðin er svo heppin að eiga 13 jólasveina. Samkvæmt íslenskri þjóðtrú eru um að ræða syni tröllanna Grýlu og Leppalúða en þessi stóra fjölskylda býr ásamt jólakettinum í stórum helli. 13 dögum fyrir jól fer fyrsti jólasveinninn til byggða og síðan einn á dag. Áður fyrr voru jólasveinarnir hrekkjóttir og þjófóttir en í dag lauma þeir helst litlum gjöfum í skóinn hjá stilltum börnum þá nótt sem þeir koma til byggða.
Íslensku jólasveinarnir eru Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir.
Listamaðurinn Brian Pilkington er þjóðkunnur fyrir teikningar sínar og snjallar bókaskreytingar. Brian hefur skrifað og myndskreytt fjölmargar barnabækur og á síðari árum hafa bækur hans um íslenska þjóðtrú og tröll vakið verðskuldaða athygli innan og utan landsteinana.
Púslið er það sjöunda í seríunni um íslensku jólasveinanna
Hin árlega snjókarlakeppni er hafin hjá jólasveinunum þrettán. Grýla krýnir að sjálfsögðu sigurvegarann, líkt og vani stendur til. Hún setur rauðan borða á snjókarl sem líkist henni og er augljóslega nokkuð sátt með það. Sannur jólaandi hjá þessari fjölskyldu!
Myndin er teiknuð af listamanninum Brian Pilkington sem er þjóðkunnur fyrir teikningar sínar og snjallar bókaskreytingar. Bækur hans um íslenska þjóðtrú og tröll hafa vakið verðskuldaða athygli og mótað sýn þjóðarinnar á hérlendum kynjaverum.
Púslið er það sjöunda í seríunni um íslensku jólasveinanna
Þeir eru búnir að stofna sirkus og leika þar listir sínar af stakri prýði. Meira að segja jólakötturinn hefur verið skikkaður til þátttöku í framtakinu þó ekki sé hann kátur yfir hlutskipti sínu.
Frábært jólapúsl fyrir alla fjölskylduna!
Myndin er teiknuð af listamanninum Brian Pilkington sem er þjóðkunnur fyrir teikningar sínar og snjallar bókaskreytingar. Bækur hans um íslenska þjóðtrú og tröll hafa vakið verðskuldaða athygli og mótað sýn þjóðarinnar á hérlendum kynjaverum.
Púslið er það áttunda í seríunni um íslensku jólasveinanna
Skondið og skemmtilegt 1000 bita púsl með íslensku jólasveinafjölskyldunni.
Jólasveinafjölskyldan hefur ákveðið að bregða sér af bæ og skella sér í siglingu og ekki er annað að sjá en þau njóti sín úti á sjó þótt sé þröngt á þingi. Jólakötturinn er helst ósáttur eða kannski er hann bara öfundsjúkur út í selinn sem nældi sér í makríl.
Frábært jólapúsl fyrir alla fjölskylduna!
Myndin er teiknuð af listamanninum Brian Pilkington sem er þjóðkunnur fyrir teikningar sínar og snjallar bókaskreytingar. Bækur hans um íslenska þjóðtrú og tröll hafa vakið verðskuldaða athygli og mótað sýn þjóðarinnar á hérlendum kynjaverum.
Púslið er það tíunda í seríunni um íslensku jólasveinanna
Hin árlega snjókarlakeppni er hafin hjá jólasveinunum þrettán. Grýla krýnir að sjálfsögðu sigurvegarann, líkt og vani stendur til. Hún setur rauðan borða á snjókarl sem líkist henni og er augljóslega nokkuð sátt með það. Sannur jólaandi hjá þessari fjölskyldu!
Myndin er teiknuð af listamanninum Brian Pilkington sem er þjóðkunnur fyrir teikningar sínar og snjallar bókaskreytingar. Bækur hans um íslenska þjóðtrú og tröll hafa vakið verðskuldaða athygli og mótað sýn þjóðarinnar á hérlendum kynjaverum.